· About 13 minutes read

Barnaklámsréttlætingin á ritskoðun

Þetta mál er sæmilega flókið, ekki síst vegna þess að allir verða svo æstir yfir móralískum áhrifum þess að um er að ræða eitthvað sem er álitið skaðlegt fyrir börn. Ég bið lesendur um að lesa þetta alveg í gegn áður en þeir mynda sér skoðun – ég vona að ég nái að koma punktinum nægilega vel til skila.

Ég hef verið mjög reiður yfir því undanfarið hvað mikil ritskoðunarvæðing er að eiga sér stað, og hvað ótrúlega mikið af annars ágætlega vel gefnu fólki virðist trúa því að það sé hægt að leysa vandamál með því að fela þau.

Umboðsmaður Barna sagði í nýlegum ummælum sínum við frumvarpi til fjölmiðlalaga (mín feitletrun):

Að lokum vill umboðsmaður barna benda á að á undanförnum árum hafa komið upp vandamál með heimasíður sem eru vistaðar erlendis og hafa geyma meiðandi ummæli um íslensk ungmenni og myndir þar sem þau eru sýnd á kynferðislegan eða klámfengin hátt. Almennt virðist vera mikill vilji hjá netþjónustuaðilum til þess að loka fyrir aðgang á slíkar síður en til þess skortir þó fullnægjandi lagastoð. Vill umboðsmaður barna því hvetja til þess að lögfest verði heimild til þess að loka fyrir aðgang að erlendum síðum í sérstökum undantekningartilvikum til þess að tryggja vernd barna.

Mogginn sagði svona frá þessu:

Umboðsmaður barna hvetur til þess að lögfest verði heimild til að loka fyrir aðgang að erlendum síðum í sérstökum undantekningartilvikum til að tryggja vernd barna. Þetta kemur fram í umsögn umboðsmanns um ný fjölmiðlalög sem liggja fyrir Alþingi.

Góð útdráttarvinna þar á ferð eins og alltaf hjá þeim þarna í Hádegismóum – að sjálfsögðu ekki nein tilraun gerð til að útvíkka fréttina, til dæmis með því að kanna forsögu eða réttmæti fullyrðinganna.

Eitt af nokkrum skynsamlegum svörum sem kom á Moggablogginu um málið var, merkilegt nokk, frá Frjálshyggjufélaginu, sem hafði þetta að segja:

Fyrsta skrefið í átt að ritskoðun verður tekið með slíkum lögum. Ekki mun líða á lögnu þar til þrýstihópar koma með kröfur um að víkka út skilgreininguna á lögunum. Fyrst fer allt klám síðan erótískar verslunarsíður, torrentsíður og næst afþreyingarsíður sem ekki verða taldar æskilegar af stjórnvöldum.

En er málið kannski flóknara en þetta? Svarthvíta sýnin á málið er að annars vegar er hópur sem er á móti barnaklámi og hinsvegar sé fólk sem sé á einhvern hátt ósammála því að eigi að ritskoða það. Staðreyndin er þó allt önnur, og ég ætla að reyna að rekja nýlegar umræður sem hafa átt sér stað bæði í Svíþjóð og svo í Evrópuþinginu til að útskýra málið.

En fyrst, smá bakgrunnur:

Á undanförnum árum hafa ýmis lönd, svo sem Ástralía, Tæland, Danmörk og Svíþjóð sett í lög að netsíur til að koma í veg fyrir barnaklám skuli vera settar í gang. Reyndar eru útfærslur misjafnar, til dæmis er valkvæmt fyrir netveitur í Svíþjóð hvort þær vilji útfæra síuna, en lögin gefa bara heimild til þess að leynilegur listi sé saminn og hann notaður þar sem því verður við komið.

Netverjar víðast hvar í heiminum hafa talað gegn þessu, og þá fyrst og fremst á grundvelli þess að ef listinn er leynilegur þá sé engin leið fyrir almenning að sannfærast um að það sem er á honum sé raunverulega barnaklám. Auðvitað er þetta ákveðið catch-22 mál, þar sem að eingöngu er hægt að staðfesta að það sem er á listanum sé barnaklám með því að nálgast barnaklámið, og það er auðvitað ómögulegt ef að um er að ræða ritskoðunarlista.

Eins og alltaf núorðið þegar að stjórnvöld veifa óljósum fullyrðingum í fólk og vilja ekki láta frá sér upplýsingar, þá kom málið til kasta uppáhalds kúbeinsins míns, Wikileaks. Þeir hafa látið leka netsigtunarlistum Danmerkur, Ástralíu, Tælands og Svíþjóðar. Sænski netsigtunarlistinn var illu skástur af þeim – einhver fór í gegnum hann og fann út að innan við 1% af því sem er blokkerað tengist barnaklámi, sem þykir tiltölulega hátt hlutfall samanborið við hina listanna. Á danska listanum má til dæmis finna vefinn Korea Bonsai, sem snýst um ræktun á kóreiskum bonsai trjám. Sem er auðvitað barnaklám. Það sér það hver maður.

[Raunar: Ef að þú kemst ekki inn á tengilinn að ofan þá geturðu ekki seð það, en ég útskýri það eftir smá.]

Staðreyndin er sú að yfirgnæfandi minnihluti þeirra vefsíða sem eru settar inn á ritskoðunarlista tengjast barnaklámi. Mikill hluti þess eru venjulegar klámsíður, sem þrátt fyrir að stangast á við siðgæði margra eru ekki ólöglegar í neinum þessarra upptalinna landa, og ekki heldur á Íslandi. Svo er litla ljóta leyndarmálið – að í öllum þessum netsigtunarlistum nema þeim sænska eru pólitískar vefsíður í bland við klámið.

Eins og segir í ritstjórnargrein á LiveLeaks:

This week saw Australia joining China and the United Arab Emirates as the only countries censoring WikiLeaks. We were not notified by ACMA.

In December last year we released the secret Internet censorship list for Thailand. Of the sites censored in 2008, 1,203 sites were classified as “lese majeste” — criticizing the Royal family. Like Australia, the Thai censorship system was originally pushed to be a mechanism to prevent the child pornography.

Research shows that while such blacklists are dangerous to “above ground” activities such as political discourse, they have little effect on the production of child pornography, and by diverting resources and attention from traditional policing actions, may even be counter-productive. For a fascinating insider’s account, see “An insight into child porn”.

In January 2009, the Thai system was used to censor Australian reportage about the imprisonment of Harry Nicolaides, an Australian writer, who wrote a novel containing a single paragraph deemed to be critical of the Thai Monarchy.

Most of the sites on the Australian list have no obvious connection to child pornography. Some have changed owners while others were clearly always about other subjects.

Það ætti ekki að koma neinum á óvart að Wikileaks er komið á bannlistann í Ástralíu, og er birting á bannlistanum ástæða þess að ritstjóri Wikileaks er nú fastur í Ástralíu án vegabréfs, og á yfir höfði sér kæru.

Í ljósi þess hversu erfitt það er að tryggja að svona listar séu rétt notaðir verður að spyrja: hver hefur *raunverulega *hagsmuni af því að svona listar séu notaðir, og hvernig mætti með öðrum hætti koma í veg fyrir dreifingu barnakláms?

Nýlega voru kunningjar mínir Christian Engström (evrópuþingmaður fyrir sænska sjóræningjaflokkinn) og Oscar Swartz (sænskur netfrumkvöðull) á ráðstefnu í Svíþjóð þar sem talsmaður IFPI (International Federation of the Phonographic Industry), sem eru samtök höfundarétthafa tónlistarefnis, sagði (samkvæmt Christian):

”Child pornography is great,” the speaker at the podium declared enthusiastically. ”It is great because politicians understand child pornography. By playing that card, we can get them to act, and start blocking sites. And once they have done that, we can get them to start blocking file sharing sites”.

Oscar Swartz skrifaði grein í Computer World um sama atburð:

En dag kommer vi att ha ett jättefilter som vi utvecklar i nära samarbete med Ifpi och MPA. Vi följer hela tiden barnporren på nätet för att kunna visa politikerna att filtrering fungerar. Barnporr är ju en fråga de förstår, flinade Schlüter.

Han tyckte också att ”Journalists are the worst creatures in the world!” eftersom de inte bara okritiskt applåderar blockering av informationsflöden. Kanske var det därför pressen inte bjudits in till mötet.

og á bloggi sínu reit hann:

Men varför blockerar ni access till en sajt som ni anser är olaglig i stället för att utreda brott som väl är polisens uppgift? Därför att ni förstås visste att inte detta skulle vara framgångsrikt. Ibis konstverk är inte barnporr. Ert s.k. barnporrfilter handlar inte om lag. Det handlar om moral.

Í kjölfarið lenti Engström í rifrildi í sænska útvarpinu við Cecilia Malmström, sem er innanríkisráðherra evrópu (European Commissioner for Home Affairs). Engström skrifaði upp viðtalið eftir birtingu og þýddi það á ensku, en það má nálgast á blogginu hans. Þar kemur m.a. fram:

[18:20] Reporter: But we heard the policeman from the Child Pornography Group say that there are 50,000 redirections per day. That seems to indicate a certain level of interest.

[18:30] Engström: No, that indicates that the so called ”child pornography list” contains other things than child pornography. This is clear from what the policeman said later. He says that most of the servers are in the US. If it had been pictures of sexual abuse of children, that would have been as illegal in the US as it is in any European country. If that was the case, the police would of course have taken them down. But it isn’t that kind of sites.

[18:58] Reporter: So you mean that in practice this kind of blocking does not primarily hit child porn sites?

[19:10] Engström: Exactly, child pornography is illegal everywhere, and virtually everybody finds it horrible. If it is openly available it will be reported to the police. The blocking list that the police has has been leaked, and when people have gone through the list, it turns out to be regular porn sites.

[19:31] Reporter: Cecilia Malmström, what do you say? You are attacking regular porn sites that are not illegal, according to Christian Engström.

[19:40] Malmström: With all due respect for The Pirate Party and your members and followers, I’m sure that you are not looking for child pornography sites. There are a lot of child pornography sites out there on the net. This is a big problem, according to the police in all EU member states, so it is not true that it is a marginal problem. And even if it were only a few, it is a horrible assault on sometimes very young children.

To call it censorship to try to close that down is to misunderstand what censorship is. Censorship is about opinions, freedom of speech. There is no freedom of speech to distribute child pornography, there is no human right to watch it. On the contrary, it’s illegal to have such films and to have such books. They should be shut down, sites like that on the net.

[20:21] Reporter: Christian Engström?

[20:30] Engström: Yes, we are quite agree, in that case they should be shut down. If there are sites that are openly distributing pictures of child abuse, then the sites should be shut down. But what Cecilia Malmström is proposing is to just put a blanket over the problem to hide it.

Þar liggur hundurinn grafinn. Menn eru nefnilega að setja barnaklám í síur til þess að uppfylla einhverja “bannþörf” í stað þess að eiga við raunverulega vandamálið, sem má gera með því að sækja þá sem framleiða slíkt efni eða reka slíkar vefsíður til saka. Meginþorri þeirra sem reka þessar síður starfrækja sig í löndum þar sem lög eru talin vel virt, og almennt eru til milliríkjasamningar á borð við Lugano sáttmálann innan Evrópu og langa listanum af framsalssamningum Bandaríkjanna og alþjóðlegar stofnanir á borð við Interpol sem hafa það hlutverk að gera svona mál auðveld viðureignar.

Bannæðið er svo drifið áfram af hagsmunum aðila sem alveg hreint gorta sig af því að geta platað stjórnmálamenn og félagasamtök fórnarlamba til að trúa því að þetta sé lausn.

Nú fékk ég fyrir um tveimur vikum síðan skilaboð frá einum af mínum vinum innan evrópuþingsins, sem benti á að tveir af evrópuþingmönnum græna hópsins, Isabella Lövin (Svíþjóð) og Isabelle Durant (Belgía), eru fylgjandi því að setja í lög í allri Evrópu að svona netsigtunarlistar verði teknir upp. Þær segja mikinn stuðning vera við svona filteringu meðal ýmissa félagasamtaka, eins og auðvitað er. Hingað til hefur græni hópurinn í evrópuþinginu verið síðasta vígi frjálslyndra skoðanna, sérstaklega þeim sem snúa að Internetinu.

Censorship - A World Encyclopedia; fjögurra binda verk sem ég fann í bókabúð í Amsterdam, en hafði því miður ekki efni á að kaupa.

Censorship - A World Encyclopedia; fjögurra binda verk sem ég fann í bókabúð í Amsterdam, en hafði því miður ekki efni á að kaupa.

Hvað þýðir þetta fyrir Ísland?

Jú, það er veruleg hætta á því að hugmyndir Umboðsmanns Barna verði að veruleika, sér í lagi með tilkomu Fjölmiðlastofu, sem lagt er til að verði sett á stofn með frumvarpinu til Fjölmiðlalaga. Og um leið og fordæmi er sett fyrir því að vefsíður séu ritskoðaðar – svo ekki sé talað um það að netveitur verði komnar með búnað og infrastrúktúr til að ritskoða – þá mun vera rosalega auðvelt fyrir aðra aðila að færa rök fyrir því að ritskoða eigi annað efni, hvað svo sem það kann að vera.

Hin hættan er alls ekki jafn augljós, og hún tengist Korea Bonsai. Einhverjir sem smelltu á linkinn góða að ofan hafa, rétt eins og ég, ekki komist inn á hana. Eftir að hafa mistekist að komast inn á síðuna bæði frá Hugmyndahúsi Háskólanna (sem er á tengingu frá RHNet eftir því sem ég best veit) og heiman frá mér (sem er á tengingu frá Vodafone) þá tengdist ég inn á þjóna sem ég á í Bandaríkjunum, Afghanistan og Englandi og náði að opna síðuna án vandræða frá þeim öllum. Fyrir þá sem skilja DNSísku, þá var villan sem ég fékk frá nafnaþjóninum “SERVFAIL”.

Í kjölfarið setti ég mig í samband við kerfisstjóra hjá RHNet sem fullvissaði mig um að þeir væru sjálfir ekki með neina netsigtun í gangi, og hann hreinsaði biðminni (cache) nafnaþjónanna. Þá komst ég inn á síðuna í gegnum tengingu hugmyndahússins.

Þetta er mjög undarlegt vandamál og skýrist ef til vill af því hvernig lögun netsins er. Allar tengingar Íslands við umheiminn fara í gegnum þrjá kapla sem stendur: FarIce, DanIce og CANTAT-3, þó svo að hinn síðastnefndi sé úr sér genginn og er tæplega notaður fyrir nettraffík. Svo þegar kaplarnir eru komnir í land eru tengingar myndaðar við “peers” erlendis, og peer fyrir RHNet á norðurlöndum er SUNET, í gegnum NORDUNET samstarfið.

Getur það hugsast að netsigtunin sem á sér stað á Norðurlöndunum sé að “blæða yfir” til Íslands? Svarið er já. Í einhverjum tilfellum getur það átt sér stað að takmörkuðu leyti, til dæmis bara á DNS stiginu. Þó svo að það ætti að vera frekar ólíklegt þá er það líklega að gerast hér.

Netsigtun hefur því ekki bara áhrif innan landamæra þeirra landa þar sem henni er beitt, heldur líka víðar.

Hvað á þá að gera?

Nýsjálendingar hafa kosið að fara þá leið að birta ritskoðunarlista sína opinberlega, sem er strax skárra, nema það hvað þeir hafa samhliða því farið út í verulega ritskoðun á kvikmyndum, tónlist, tölvuleikjum og öðru. Þetta leysir ekki “blæðingarvandann” og þetta er frekar fasísk nálgun.

Betri leið væri að hætta ritskoðun alveg og sækja heldur þá til saka sem framleiða og miðla barnaklámi.

Ritskoðun á sér engan tilverurétt, og hefur verið beitt allt of frjálslega í gegnum tíðina. Hér eru nokkur dæmi – til dæmis lét Breska ritskoðunarnefndin fjarlægja þrjú tilfelli af orðinu “bloody” úr Disneymyndinni Pocahontas 2. Sama var gert við sama orð í sama fjölda tilfella í myndinni Muppet Treasure Island.

Ritskoðun er sértilfelli af öðru fyrirbæri sem kallast “prior restraint” upp á ensku, en það er alveg efni í aðra grein.

[Eftirskrift: Ég var spurður stuttu eftir birtingu hvort að ég væri líka á móti opt-in filtering á per-tengingarbasis, á borð við WebSense. Svarið er já - það er líka slæm ritskoðun, en það er hvergi nærri því jafn slæmt og það sem ég tala um að ofan. Ef markmiðið er að vernda börn þá ætti það að vera í höndum foreldranna, ekki fyrirtækis sem hefur mjög undarlega hegðun varðandi byggingu ritskoðunarlistanna sinna. Þess má geta að Websense er notað í Menntamálaráðunetinu, og á þeirri tengingu er ekki hægt að opna þessa vefsíðu: ÉG er ritskoðaður á Websense.]