· About 2 minutes read

Nútímavæðing tjáningarfrelsis

Ný grein eftir mig er komin á hugsandi.is:

Tjáningarfrelsi í sinni nútímamynd varð hluti af lagakerfum ýmissa ríkja í kjölfar frönsku byltingarinnar. Sú birtingarmynd þess sem flestir þekkja í dag er fyrsti viðauki bandarísku stjórnarskrárinnar frá 1791, en þar kristallaðist sú heimspeki að sérhverjum manni væri frjálst að tjá sig um sínar skoðanir án nokkurra hafta. Síðan þá hefur margt breyst, ekki síst lagakerfið.

Gallar þessa lagaumhverfis hafa orðið æ skýrari eftir að hagkerfi heimsins tóku að hrynja nú um árið. Í ljós kom að kom að fjölmiðlar höfðu hreinlega ekki getu til að fullnægja hlutverki sínu. Vandamál fjölmiðla verða ekki leyst á einu bretti, en það eru til auðveldar leiðir til að laga mörg þeirra. Þar kemur IMMI, Icelandic Modern Media Initiative, til sögunnar.

Hver veit nema íslenska bankahrunið verði upphafið að nýjum tímum gagnsæis og upplýsingafrelsis?

Lestu áfram á hugsandi.is…