Contents

Þingræði

Contents

Þegar maður er ráðinn í vinnu og manni er sagt að vinna eitthvað verkefni, þá hættir maður ekki bara að vinna verkefnið þegar manni mislíkar það. Jafnvel þótt framkvæmdarstjórinn er rekinn og nýr ráðinn í hanns stað. Maður heldur áfram að vinna verkefnið þangað til að nýji framkvæmdarstjórinn segir manni að hætta því.

Það ríkja margir misskilningar á Íslandi um hvar valdið liggur, en ansi margir, þar með talið forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar, virðast halda að valdið liggi hjá ríkisstjórninni. Það er ekki tilfellið. Það er þingræði.

Ef til vill er Ísland þingbundið lýðræðisríki að nafninu til, en ríkisstjórnarbundið þingræðisríki í reynd. Formlega er það þingið sem er í framkvæmdarstjórastöðunni, þótt ríkisstjórnin sé framkvæmdaraðilinn.

Eftir síðustu þingkosningar setti Gunnar Bragi Sveinsson, nýráðinn framkvæmdaraðili fyrir hönd Alþingis, Evrópusambandsviðræður á ís. Að eigin frumkvæði. Án þess að spyrja yfirmann sinn. Án þess að hafa fyrir því heimild eða umboð.

Samkvæmt skipuriti á Gunnar Bragi ekki að gera slíkt. Hann á að hlýða tilskipun þingsins. Þótt honum mislíki hana.

Ef hann getur ekki unnnið vinnuna sína á hann að segja af sér.

Sé hann á þeirri skoðun að það eigi ekki að vinna þessa vinnu getur hann spurt þingið hvort hann megi hætta. Þingið á svo auðvitað að spyrja sína (væntu) yfirmenn: almenning.

Til að halda áfram myndlíkingunni við fyrirtækisrekstur: ríkisstjórnin eru verkamenn, þingið er framkvæmdarstjórinn, og almenningur eru eigendur. Þeir eiga að sjálfsögðu að geta kallað eftir hluthafafundi hvenær sem þeim hentar til að skera úr um hvað sem þeim sýnist.

Almenningur á að fá að kjósa um áframhald viðræðna við Evrópusambandið. En þangað til slík þjóðaratkvæðagreiðsla hefur átt sér stað er ekki ásættanlegt að Gunnar Bragi vinni ekki þá vinnu sem Alþingi fól hans embætti að vinna.