Um samgöngur og rekstrarform

Nýlega sagði stjórn Herjólfs upp öllu starfsfólki vegna rekstrarerfiðleika, sem má meðal annars rekja til brostinna væntinga um farþegafjölda á Covid-árinu. Endurskipulagning stendur þar yfir, en ljóst er að eitthvað þarf að breytast til að halda uppi tengingunni sem skyldi með þolanlegum ferðafjölda. Á svipuðum tíma ákvað Flugfélagið Ernir að hætta áætlunarflugi til Vestmannaeyja, sökum þess hreinlega að leiðin stendur ekki undir sér. Margt kemur til þar, einkum samdráttur í fjölda farþega, en einnig hár rekstrarkostnaður í flugi, ekki síst vegna regluverksfargans.

Þjónusturof í röngu rekstrarlíkani

Greinin birtist upprunalega í Kjarnanum Það gildir um flesta hluti að maður tekur ekki eftir því að þeir virki ekki nema maður þurfi að nota þá. Innanlandsflug hefur mikið verið til umræðu undanfarna mánuði einmitt vegna þess að vaxandi samstaða er um að það virki ekki. Efnahagslegur grundvöllur innanlandsflugs er takmarkaður, stofnanalegur strúktúr gallaður og innviðirnir eru að grotna niður. Það versta er að þeir sem bera ábyrgð á því að laga þetta ástand geta það ekki, sem skapar pirring og ásakanagleði á alla bóga.

Aviation in Iceland

This was originally a Reddit post A great post the other day from u/ErmakDimon on the state of GA in Russia led me to thinking that it would be fun to see similar updates from other countries. r/Flying often seems quite US-dominated, and while GA in the US is clearly in way better shape than in most of the world, each country has its own charms and challenges that are fun to hear about.

Virkjun í hverra þágu?

Greinin birtist upprunalega á Vísi Hvalárvirkjun er ætlað að framleiða 55MW raforku. Það er minna en flutningstap á raforku í núverandi dreifikerfi. Viðbótin er sögð nauðsynleg vegna þess hve mikil hætta sé á raforkuskorti á landinu. Hvers vegna er Hvalárvirkjun umdeild? Fyrst og fremst af því að vatnsaflsvirkjunum fylgja uppistöðulón. Uppistöðulón fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar mun drekkja samtals 12,7 km² svæði innan stærstu ósnertu víðerna Vestfjarða. Þar mun gangur áa raskast, fossar hætta að vera til, vatnsflæði á svæðinu skerðast verulega.

Votlendið og hálfa jörðin

Greinin birtist upprunalega í Kjarnanum Framræst votlendi er það kallað þegar grafnir eru skurðir til að vatn renni úr jarðveginum þar sem votlendi er, til þess að hægt sé að nota landið í eitthvað sem bændum þykir gagnlegt. Slíkir skurðir hafa verið grafnir út um allt land, oft til að búa til beitarland eða ræktunarland, en þó er einhverra hluta vegna um 85% alls lands sem hefur verið framræst ónotað.

Trúverðugleiki stofnana

Greinin birtist upprunalega í Kjarnanum Þegar skoðaður er munur á ríkum og fátækum samfélögum er ekki að gæta sterkrar fylgni milli velgengnis og augljósari þátta eins og stærðar, íbúafjölda, náttúruauðlindir, tengingar við umheiminn eða aðgengi að mörkuðum. Allir þessir þættir hafa vissulega einhver áhrif, en sá þáttur sem virðist ráða mestu í reynd er trúverðugleiki stofnannakerfisins. Þetta hefur komið fram í ýmsum rannsóknum, meðal annars úttekt World Economic Forum. Trúverðugleiki stofnanna skýrist af mörgum þáttum: traust almennings til stofnanna, skilvirkni vinnu þeirra, umfang spillingar, og svo framvegis.

Endalok internetsins eins og við þekkjum það

Greinin birtist upprunalega í Kjarnanum Í næstu viku fer fram atkvæðagreiðsla í Evrópuþinginu um nýja evróputilskipun um höfundarétt. Ef hún verður samþykkt liggur fyrir að internetið muni aldrei bera þess bætur. Afleiðingarnar munu vera víðtækar og mjög slæmar. Þegar þú setur inn athugasemd eða mynd á samfélagsmiðlum mun fara fram víðtæk leit í stórum gagnagrunnum til að kanna hvort framlag þitt brjóti í bága við höfundarrétt einhvers. Leitin mun skila röngum niðurstöðum reglulega: tæknin til að gera svona leit er ófullkomin og getur aldrei orðið fullkomin.

Smættunarárátta

Greinin birtist upprunalega í Kjarnanum Einhverjum bregður kannski þau tíðindi að til séu um fimmtán þúsund afbrigði af tómötum, en líklega er sú staðreynd augljósari eftir að afbrigðum tómata í matvörubúðum á Íslandi fjölgaði með tilkomu bufftómata og kirsuberjatómata. Að sama skapi dytti engum í hug í dag að leggja allar bíltegundir að jöfnu; í það minnsta gerir fólk greinarmun á jeppum og fólksbílum, en svo þekkir fólk vörumerkin í sundur.

Loftslagsvá -- 410ppm

Greinin birtist upprunalega í Kjarnanum Spurningin er löngu hætt að vera hvort loftslagsbreytingar séu raunverulegar (já), og jafnvel hætt að vera hvort að stjórnmálamenn skilji almennt loftslagsbreytingar (nei), og er orðin hvort stjórnmálin séu með raunhæfa áætlun til að bjarga mannkyninu og lífvænleika plánetunnar okkar (sjáum til…). Ný skýrsla Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) er einn hrikalegasti hryllingslestur sem hægt er að hugsa sér. Stutta stutta útgáfan er að eini möguleikinn okkar til að takmarka hnattræna hlýnun við 1.

Excelágóði og flæðiságóði

Greinin birtist upprunalega í Leslista Kjarnans Það má nálgast ákvarðanir um fjárfestingar á marga vegu, en eitt sem er lítið fjallað um er mismunurinn á því að stefna að Excelágóða eða flæðiságóða. Excelágóðahugsun snýst um að leggja áherslu á töluna sem táknar beinan hagnað á tiltekinni aðgerð á tilteknu augnabliki. Með því að gleðja Stóra Excel skjalið á Himnum með hámörkun beins reiknanlegs hagnaðar eru réttlætingarnar óhaggandi og allir geta skilið þær.