Votlendið og hálfa jörðin

Greinin birtist upprunalega í Kjarnanum Framræst votlendi er það kallað þegar grafnir eru skurðir til að vatn renni úr jarðveginum þar sem votlendi er, til þess að hægt sé að nota landið í eitthvað sem bændum þykir gagnlegt. Slíkir skurðir hafa verið grafnir út um allt land, oft til að búa til beitarland eða ræktunarland, en þó er einhverra hluta vegna um 85% alls lands sem hefur verið framræst ónotað.

Trúverðugleiki stofnana

Greinin birtist upprunalega í Kjarnanum Þegar skoðaður er munur á ríkum og fátækum samfélögum er ekki að gæta sterkrar fylgni milli velgengnis og augljósari þátta eins og stærðar, íbúafjölda, náttúruauðlindir, tengingar við umheiminn eða aðgengi að mörkuðum. Allir þessir þættir hafa vissulega einhver áhrif, en sá þáttur sem virðist ráða mestu í reynd er trúverðugleiki stofnannakerfisins. Þetta hefur komið fram í ýmsum rannsóknum, meðal annars úttekt World Economic Forum. Trúverðugleiki stofnanna skýrist af mörgum þáttum: traust almennings til stofnanna, skilvirkni vinnu þeirra, umfang spillingar, og svo framvegis.

Endalok internetsins eins og við þekkjum það

Greinin birtist upprunalega í Kjarnanum Í næstu viku fer fram atkvæðagreiðsla í Evrópuþinginu um nýja evróputilskipun um höfundarétt. Ef hún verður samþykkt liggur fyrir að internetið muni aldrei bera þess bætur. Afleiðingarnar munu vera víðtækar og mjög slæmar. Þegar þú setur inn athugasemd eða mynd á samfélagsmiðlum mun fara fram víðtæk leit í stórum gagnagrunnum til að kanna hvort framlag þitt brjóti í bága við höfundarrétt einhvers. Leitin mun skila röngum niðurstöðum reglulega: tæknin til að gera svona leit er ófullkomin og getur aldrei orðið fullkomin.

Smættunarárátta

Greinin birtist upprunalega í Kjarnanum Einhverjum bregður kannski þau tíðindi að til séu um fimmtán þúsund afbrigði af tómötum, en líklega er sú staðreynd augljósari eftir að afbrigðum tómata í matvörubúðum á Íslandi fjölgaði með tilkomu bufftómata og kirsuberjatómata. Að sama skapi dytti engum í hug í dag að leggja allar bíltegundir að jöfnu; í það minnsta gerir fólk greinarmun á jeppum og fólksbílum, en svo þekkir fólk vörumerkin í sundur.

Loftslagsvá -- 410ppm

Greinin birtist upprunalega í Kjarnanum Spurningin er löngu hætt að vera hvort loftslagsbreytingar séu raunverulegar (já), og jafnvel hætt að vera hvort að stjórnmálamenn skilji almennt loftslagsbreytingar (nei), og er orðin hvort stjórnmálin séu með raunhæfa áætlun til að bjarga mannkyninu og lífvænleika plánetunnar okkar (sjáum til…). Ný skýrsla Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) er einn hrikalegasti hryllingslestur sem hægt er að hugsa sér. Stutta stutta útgáfan er að eini möguleikinn okkar til að takmarka hnattræna hlýnun við 1.

Excelágóði og flæðiságóði

Greinin birtist upprunalega í Leslista Kjarnans Það má nálgast ákvarðanir um fjárfestingar á marga vegu, en eitt sem er lítið fjallað um er mismunurinn á því að stefna að Excelágóða eða flæðiságóða. Excelágóðahugsun snýst um að leggja áherslu á töluna sem táknar beinan hagnað á tiltekinni aðgerð á tilteknu augnabliki. Með því að gleðja Stóra Excel skjalið á Himnum með hámörkun beins reiknanlegs hagnaðar eru réttlætingarnar óhaggandi og allir geta skilið þær.

Öld stórra hugmynda

Grein birtist upprunalega í Morgunblaðinu Á aldarafmæli fullveldisins líta ýmsir um farinn veg og vilja gleyma sér í fortíðarþráni. Glæsilegur árangur Íslensku þjóðarinnar á síðustu öld verður lengi í manna minnum, enda breyttumst við á hundrað árum úr því að vera veikburða nýlenda á jaðri heimsins í sjálfstæða og burðuga þjóð meðal þjóða. En það væri ekki úr vegi á þessum tímamótum að spyrja sig hvað við þurfum að gera til að fullveldishátíðin eftir hundrað ár ─ þ.

Féflettur almenningur

Grein birtist upprunalega í Kjarnanum Árið 1999 skilaði nefnd um heimildir til töku skatta og þjónustugjalda skýrslu, sem aldrei hefur verið birt. Þar var farið yfir gildandi lög á þeim tíma með hliðsjón af því hvort þau samræmdust kröfum í 77. gr. stjórnarskrárinnar til opinberra gjalda. Niðurstaða nefndarinnar var að möguleiki væri á stjórnarskrárbroti í gjaldtökuákvæðum um 90 mismunandi lagabálka, og “í mörgum tilvikum er nauðsynlegt að gagnger endurskoðun fari fram á einstökum tekjustofnum, en í öðrum ættu minni lagfæringar að duga.

Nobody takes the UN seriously, but here's how to fix it

Originally published on BoingBoing The last year has been a dumpster fire for the norms of international relations. Many of the foundations of the modern international order have been brought into question, from the UN to the WTO to free trade in general. Although occasionally good results have come of this, for the most part it’s been extremely bad news, dominated by two terms in particular: Trump and Brexit. An endless supply of analysis has been thrown around, but one particularly informative sequence of events happened in response to Donald Trump’s unilateral declaration of Jerusalem as the capital of Israel in late 2017.

Í hvaða iðnbyltingu erum við eiginlega?

Upprunalega birt í Kjarnanum Almenn umræða um framtíðarfræði undanfarin ár hefur litast mikið af bók eftir Klaus Schwab, stofnanda World Economic Forum, um fjórðu iðnbyltinguna. Bókin er á margan hátt ágæt og dregur athygli leikmanna að gríðarlegum samfélagsbreytingum sem eru í farvatninu, en á sama tíma líður hún fyrir takmarkaða sögurýni. Schwab hefur fullyrt að hraði yfirstandandi tækniþróunar eigi sér enga sögulega hliðstæðu. Þessi dramatíska fullyrðing sýnir fyrst og fremst vanþekkingu á mannkynssögunni.