Contents

Kjósum ekki um allt

Contents

Það verður að gera greinarmun á nokkrum mismunandi hlutum sem fólk á það til að kurla saman undir merkjum lýðræðis.

Það er lýðræðislegt að allir ákveði í sameiningu hverjir gegna æðstu embættum þjóðarinnar.

Það er ekki lýðræðislegt að allir ákveði í sameiningu að allir eigi að borða hafragraut á hverjum morgni.

Þó mætti undir naívískum skilningi á lýðræði fullyrða að þetta væri bæði lýðræðislegt, þar sem allir komu að báðum ákvörðunum, og þá væntanlega með lýðræðislegri kosningu.

Skynsöm nálgun á lýðræði er ekki “kjósum um allt”. Skynsöm nálgun á lýðræði er að við eigum að kjósa um allt sem er eðlilegt að við ákveðum saman, leyfa fólki að ákveða allt fyrir sjálft sig það sem kemur öðrum ekki við, og finna góðar aðferðir til að greina þar á milli.