Enginn er kjáni í einrúmi

Edward R. Murrow sagði í sinni frægu RTNDA ræðu 1958 að “sú staðreynd að rödd þín sé mögnuð að því marki að hún nái frá einum enda landsins yfir á hinn veitir þér ekki neina meiri visku eða skilning en þú hafðir þegar rödd þín náði aðeins frá einum enda á barnum yfir á hinn.” Í gær sagði einhver við mig að þessi kosningabarátta væri “fyrsta Facebook kosningabaráttan.” Hún er spiluð á allt annan hátt en hingað til hefur verið gert, af öllum aðilum.

Fimmti vígvöllurinn

“Stofnum ekki til allsherjarstríðs á aðfangadegi alheimsfriðar” - Ókannaða Landið Fram til byrjun árs 1913 voru tvennskonar vígvellir í heiminum. Landhernaður hefur fylgt mönnum frá því að samfélög komu fyrst fram. Sjóhernaður varð til um það leyti sem samfélög fóru að keppast um siglingaleiðir eða rekast á önnur samfélög á gagnstæðum ströndum. Það stríðir kannski gegn söguvitund flestra að það hafi verið Búlgaría sem bjó til þriðja vígvöllinn þegar þeir hófu að henda sprengjum niður úr Bleriot XI flugvélum á borgina Adrianople í Ottóman heimsveldinu.

Merkingarbærni

Þegar kosningar fara fram eru tveir valkostir í boði: að taka þátt, eða að taka ekki þátt. Þátttaka felst í því að mæta á kjörstað og gefa upp afstöðu sína, en þátttökuleysi felur í sér að sitja heima eða að mæta á kjörstað og skila auðu. Nú eru stjórnarflokkarnir og andstæðingar nýrrar stjórnarskrár að ræða um að svipta almenningi rétt til þátttökuleysis í þjóðaratkvæðagreiðslum um stjórnarskrárbreytingar. Þetta er gert með því að láta það að taka ekki þátt öðlast sömu merkingu og að hafa tekið þátt og sagt nei.

Lýðræðisfælni

Ég er í Króatíu, þar sem ég sit ráðstefnu á vegum samtakana GONG um kosningafræði. Ég var með fyrsta fyrirlestur ráðstefnunnar og var svo í pallborðsumræðum með Arsen Bauk, stjórnsýsluráðherra Króatíu, og Peđa Grbin, formann stjórnarskrárnefndar króatíska þingsins. Umræðuefnið sem okkur var fengið var beint lýðræði og þátttökulýðræði. Bæði Bauk og Grbin gagnrýndu mig harðlega fyrir að vera hlynntur beinu lýðræði, og vísu í það sér til stuðnings að konur hafi mjög seint fengið kosningarétt í Sviss vegna þess að karlar vildu ekki leyfa það.

Pólitísk snilligáfa

Ég hef nokkrum sinnum heyrt fólk kvarta yfir því að stefna Pírata sé of flókin fyrir almenning. Við notum víst of stór orð, eins og “gegnsæi” og “sjálfsákvörðunarréttur”. Mér finnst ekkert að því að hafa smá trú á leshæfileika almennings. Hinsvegar lenti ég sjálfur í smá lesörðugleikum í gær. Þegar ég hafði lesið grein Heiðu Kristínar Helgadóttur í Fréttablaðinu á föstudaginn, sem bar yfirskriftina “Má bjóða þér Bjarta framtíð?” lagði ég frá mér blaðið í smá stund og reyndi að átta mig á skilaboðunum.

Taut og fruss

Mér finnst alltaf skemmtilegt þegar fólk frábiður sér að skilja hluti. Þegar fólk frussar og tautar, hristir hausinn og ályktar að þetta sé bara alltsaman fáranlegt. Styrmir Gunnarsson er maður sem frussar ekki oft, og tautar sjaldan, en þegar hann gerir það gerir hann það af miklum eldmóði. Hann skrifaði á Evrópuvaktina: “Sjálfsagt hafa ekki margir haft mikla trú á þeim stjórnmálaflokki, sem nefnist Píratar enda erfitt að festa hendur á því hvers konar flokkur það er.

Ég er ekki öfgamaður lengur

Það getur ekki talist annað en pínlegt þegar maður vaknar við þann vonda draum að vera farinn að teljast hófsamur og jafnvel íhaldssamur. Skoðanir mínar breyttust ekki, heldur breyttist pólitískt landslag á Íslandi. Einu sinni þótti ég öfgafullur að vera að halda því fram að það þyrfti að endurskoða meiðyrðalöggjöfina á Íslandi. Að það væri kannski eitthvað að því að blaðamenn gætu verið dæmdir til að borga bætur fyrir það eitt að vitna í sögulegar heimildir eða birta viðtöl við fólk.

Ræfilsháttur Alþingis

Nú þegar ár er í sjötugsafmæli íslenska lýðveldisins hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að lýðræði hafi ekkert hlutverk í okkar samfélagi. Af ótta við málþóf og ómálefnalegri framgöngu veiks meirihluta hefur stjórnin, sem nú heldur minnihluta á Alþingi, ákveðið að setja það ferli á hilluna sem þúsundir íslendinga hafa komið að í gengum árin eftir hrun, sem er eiginlegt ígildi þess að sturta vonum og væntingum heillar kynslóðar niður. Það er ómögulegt að lýsa á fullnægjandi hátt með orðum þeirri fyrirlitningu sem ég hef á þessum hryðjuverknaði.

Staðvær smáiðjustefna

Einhver gæti séð Internetið sem mestu stóriðju allra tíma. Alþjóðlegt samofið kerfi tækja sem sitja og reikna og gefa af sér hita, með fólk gjarnan púlandi fyrir framan sig, færandi punkta til á skjá eða rúllandi í gegnum einhverskonar talnarunu. En Internetið er ekki stóriðja. Internetið er næringaræð fyrir smáiðju. Í stað þess að vera ein risavaxin verksmiðja með yfirboðurum sem segja öllum hvað skuli framleiða og hvernig, og hirða svo stærstan hluta gróðans, er Internetið staður þar sem hundruðir milljóna manna koma saman til að stunda viðskipti með sínar vörur, sem það framleiðir ýmist sjálft eða í slagtogi við aðra, hvort sem það er heima hjá sér, í sameiginlegri vinnustofu, eða í einhverri verksmiðju.

Gróteskufrjálshyggja

Stefán Ólafsson prófessor skrifar á Eyjublogginu sínu í dag frábæran pistil sem vísar í Posner, Reinhart og Rogoff, meðal annarra fræðimanna, til skýringar á því hvernig alheimskreppan kom til og ekki síst að sýna fram á tenginguna milli þess sem hefur verið kallað “frjálshyggja” og þeirrar tilhneygingar að allt fari til fjandans. Frjálsir markaðir? Þó svo að greining Stefáns og þeirra sem hann vísar til sé rétt að ýmsu leyti, þá er í raun djúpstæðari vandi á ferðinni sem er sjaldnar talað um.