A Weird Case of Social Fiat Economics

For the last few days I have been at 29c3, the 29th annual installation of the Chaos Communications Congress, a hacker conference in Germany where people talk about issues as far flung as cooking, mobile phones, cryptography, psychology, European Politics and romance poetry. It would be anybody’s first mistake to assume that these things have nothing in common, or to make assumptions about the culture that decides to amass in the thousands to discuss them.

Heimsendir varð áðan, en það gleymdist að tilkynna það

Margir virðast vera haldnir þeim alvarlega misskilningi að heimurinn hafi ekki tekið enda áðan. Ég vil hér með leiðrétta þennan misskilning, svo við sem samfélag gerum ekki þau grafalvarlegu mistök að halda að við getum haldið áfram eins og ekkert hafi gerst. Einhverra hluta vegna höfða dómsdagsspádómar til fólks. Annars ágætlega vel gefið fólk nær að sannfæra sig um að vegna einhverrar óskilgreindrar eða illskilgreinanlegrar ógnar, samanofið við einhverskonar lesningu einhverra sjálfskipaðra talsmanna einhverra snargalinna hugmyndakerfa, muni heimurinn farast að hluta eða í heild á einhverjum skuggalega nákvæmum tíma.

Sýrland: Afskiptalaust og samskiptalaust

Ég er nýkominn frá Túnis, þar sem upplýsingaöryggisfólk víða að hittist til að ræða um ritskoðun og rafrænt eftirlit, þróa lausnir, og þjálfa fólk í notkun þeirra lausna sem eru til. Meðal gesta var stór hópur af Sýrlendingum sem höfðu smyglað sér út úr landinu og farið krókaleiðir til að komast á okkar fund. Það er í sjálfu sér löng og ekkert sérstaklega skemmtileg saga hvernig þessi vika fór, en afleiðingarnar eru orðnar ljósar.

Kynslóðabil upplýsingarétts

Einu sinni kom það almenningi andskotanum ekkert við hvað ríkið gerði. Svo kom lýðræði. Að lokum var ákveðið að það væri lýðræðislegt að almenningur gæti séð gögnin sem ríkið átti til. Upplýsingalög voru búin til, og samkvæmt þeim mátti almenningur óska eftir að fá að sjá gögn. Þetta var fyrsta kynslóð upplýsingalaga. Þetta var samt mæta gagnslaust, þar sem almenningur vissi ekki hvaða skjöl voru til. Hvernig getur maður beðið um eitthvað sem maður veit ekki hvað er?

Hin dimma draumsýn SUS

Ég hef í nokkra daga verið að reyna að átta mig á því hvernig samfélag okkar yrði ef tillögur Sambands ungra sjálfstæðismanna yrðu að veruleika. Líkt og með allar hugmyndir um “röksemdaútópíur” virðast tillögurnar ganga út á að troða heiminum með öllum sínum flækjum inn í þann þrönga skilning sem meðlimir SUS hafa á honum, óháð því hverjar afleiðingarnar verða. Útópíska hugsjónin – sem fyrir mér hljómar agalega dystópísk – er sú að ríkið sé minnkað og umfang þess skert þangað til ekkert er eftir nema valdbeitingartól sem tryggir að ekki sé gengið á eignarréttinn.

Smári’s Slightly Snarky US Election Night Playlist

9: Election Day, Arcadia 8: Right To Vote, Laura Nyro 7: Election, Don Dilego 6: Election Song, Johnny Hobo And The Freight Trains 5: Í Klefanum, Mótettukórinn (translation below) 4: Cast Your Vote, Culture 3: The Parliament of Fools, Skyclad 2: Electioneering, Radiohead 1: Unamerican, Cletus Got Shot (Linked two. Go find the rest – and read the lyrics! ;)) For the Icelandic song, a quick and inadequate translation:

Vitsmunalegur óheiðarleiki

Ég á að vera orðinn nógu reyndur netverji til að láta það ekki fara í taugarnar á mér að einhver hafi rangt fyrir sér á netinu. En þó hef ég staðið mig nokkrum sinnum að því undanfarna daga að þurfa að svara fáranlegum rökum um niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar síðustu helgi, og mig langar bara til að gera það einu sinni fyrir fullt og allt hér. Það eru einhverjir sem vilja meina að 70% þjóðarinnar hafi ekki sagt já við tillögum stjórnlagaráðs.

Stjórnarskráin og Orramálið

Þegar upp komst um það sem er án nokkurs vafa eitt stærsta spillingarmál íslandssögunnar fyrir hálfum mánuði síðan leiddi ég nánást um leið hugann að tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Í Orramálinu kom í ljós að bókhaldskerfi ríkisins kostaði margfallt það sem lagt var upp með, var skilað frá framleiðanda í mjög ófullkomnu ástandi, með mjög verulega öryggisgalla sem gera það að verkum að draga verður allan ríkisfjárhag síðasta áratugs í efa.

Til hvers þurfum við nýja stjórnarskrá?

Bólivíubúar vita sennilega betur en flestir hvað stjórnarskrá er. Síðan landið varð sjálfstætt hefur það tekið upp nýja stjórnarskrá að meðaltali á ellefu ára fresti. Bólivískt samfélag er miklu flóknara en Íslenskt – þar eru margir ættbálkar, margar samfélagsgerðir, og verulegur munur er milli ríkra og fátækra, svo eitthvað sé nefnt. Íslendingar eru svo til einn ættbálkur, eitt samfélag, fyrir mestan part einsleitt samanborið við flest lönd. Helsti munurinn á núgildandi bólivísku stjórnarskránni og núgildandi íslensku stjórnarskránni er þó það að bólivíska stjórnarskráin var samin af bólivísku fólki með bólivískar aðstæður í huga.

Að sitja við borðið

Open Government Partnership (OGP) er samvinnuverkefni fjölmargra ríkisstjórna um að bæta opna stjórnsýslu. Meðal aðildarríkja eru Moldóva, Tanzanía, Filippseyjar, Danmörk og Bandaríkin. Þetta er ört vaxandi hópur sem setur staðla um opin gögn, opin fjárhag, áreiðanleika, rekjanleika og fleira. Það má segja að OGP hafi mismunandi tilgang eftir því hvaða land er verið að vinna með. Í sumum löndum, eins og Azerbaijan, er þátttaka landsins frá ríkisstjórnarinnar sjónarhóli ætlaður til að hvítþvo landið, en hefur í rauninni þau áhrif að gefa samtökum í landinu sterkari rödd sem heyrist langt út fyrir landamærin.