Vírusar og neytendavernd

Ég rakst á í morgun grein á mbl.is þar sem fjallað er um úrskurð áfrýjunarnefndar neytendamála varðandi auglýsingu fyrir MacBook 13″ fartölvu sem birtist í Morgunblaðinu 14. október 2010, þar sem væri að finna þá fullyrðingu að í MacBook fartölvum væru „Engir vírusar“. Úrskurður nefndarinnar byggðist á réttmætum kröfum um að sönnur yrðu færðar á því að það væru engir vírusar á MacBook fartölvum, í samræmi við 4. mgr. 6. gr.

Rangfærslur og rugl

Einn vinur minn benti mér á þessa grein eftir Kristján Logason, ljósmyndara, sem er pakkfull af rangfærslum. Ég ætlaði ekki upprunalega að fara í gegnum hana alla, heldur týna nokkrar rangfærslur út – en þegar ég hafði tekið út þær helstu var ekki mikið eftir af greininni… ojæja. “Hví eru ríkustu netviðskiptamenn heims, sem engum vitanlega eru að skapa neitt listrænt, að spandera svona miklum peningum í að markaðsetja þennan óskapnað.

Viðleitni siðferðisins

Í nýlegri grein sinni kvað Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur Wikileaks vera fyrirtæki með tvöfallt siðgæði, en eins og allir vita er tvöfallt siðgæði eitthvað sem nánast ekkert fyrirtæki hefur – flest hafa þau nú ekki einusinni einfallt siðgæði. Ég vil frekar líta á Wikileaks sem kúbeinið í verkfærakistu þeirra sem vilja að upplýsingar séu aðgengilegar og að stjórnsýsla sé gagnsæ. Mörg önnur verkfæri eru til staðar, svo sem upplýsingalög (PDF) sem er sem bitlaus og ryðgaður vasahnífur sem þarf að fara að skipta út, og verkefni forsætisráðuneytisins um upplýsingasamfélagið, sem er mjög svo glansandi og fínt skrúfjárn sem virðist þó ekki samsvara sig við neinar af þeim lausu skrúfum sem finnast í stjórnkerfinu.

Rafræn skilríki

Ég er loksins orðinn handhafi stafrænna skilríkja. Nei, þetta er rangt. Ég er búinn að vera með stafræn skilríki síðan 1998, PGP skilríki sem ég gaf út sjálfur og hvers áreiðanleiki byggist á undirskriftum vina minna og annarra sem hafa staðfest að ég sé ég. Þrátt fyrir að lög hafi heimilað notkun rafrænna skilríkja um þó nokkurt skeið hefur mér ítrekað verið hafnað þegar ég hef undirritað skjöl af ýmsu tagi með PGP skilríkjum mínum, án þess að ég hafi fengið nokkur skynsamleg svör við því af hverju það er ófullnægjandi.

Zero information banking

[I posted this to the p2p-research list on 23. December 2010, but have since then had many conversations about it. Thought I’d repost it here both as an attempt to rekindle the blog and to store for posterity] I’ve been experimenting with a line of thought to allow for p2p social banking with a high level of privacy, but yet limiting the possibilities for fraud. The approach I’m taking is based on zero-information proofs, utilizing some features of public key crytpography.

Vinna íslendingar of mikið?

Árið 1980 vann hver vinnandi maður á íslandi að meðaltali um 1.800 stundir á ári. Árið 2009 var þessi tala óbreytt og hafði haldist óbreytt allan þann tíma; óbreytt í tæp 30 ár. Áratugina frá 1950 hafði vinnan minnkað allnokkuð, en hætti að minnka árið 1980[1]. Ísland er nú í þeirri stöðu að hér vinnur fólk mest af öllum norðurlöndunum og meira en íbúar flestra evrópuríkja[2]. Ísland er líka í þeirri vafasömu stöðu meðal OECD-landanna að landsframleiðsla er hér mikil á hvern íbúa – en fyrir hverja unna vinnustund er hún í lægri kantinum[3].

Áhugaleysi fjölmiðla er ógn við lýðræðið

Nú líður óðum að kosningum til stjórnlagaþings – kosningu á þeim einstaklingum sem koma til með að rita nýja stjórnarskrá og þannig legga grunninn að framtíð þess samfélags sem við byggjum. Kynning á efni þessara kosninga og þeim hópi fólks sem almenningi býðst að velja sér fulltrúa úr er því síst minna mikilvæg en sú sem á sér stað fyrir Alþingiskosningar. Þrátt fyrir það virðist áhugi fjölmiðla á þessu máli vera takmarkaður og þeir flestir sinnt upplýsingaskyldu sinni um það í engu.

Svæðapólitík og málefnapólitík

Margir kyrja nú um kosti þess að hafa landið sem eitt kjördæmi, oftar en ekki því miður að illa athuguðu máli. Gera menn oftast ráð fyrir því að eini þátturinn sem skipti máli í því samhengi sé vægi einstakra atkvæða gagnvart heildinni, sem er nú oftast hér um bil sá sami, með einhverjum smámun sem er oftast veginn upp með því að tilfærð atkvæði úr stóru kjördæmunum hafa ögn meiri áhrif þegar þau flakka.

Alþjóðlegir fulltrúar Íslands – fulltrúar hverra?

Ég er einn þeirra sem er með gríðarlega blendnar tilfinningar gagnvart fjölþjóðlegum stofnunum. Annars vegar sé ég ýmsa kosti við þá og fulla ástæðu til að vera meðlimur, en hinsvegar er ég rosalega hræddur við þá fjarlægð sem skapast milli almennings og ákvarðannatöku. Sumir hafa í framboðsyfirlýsingum sínum talað með eða gegn Evrópusambandinu. Mér finnst vera argasta bull að gera það, enda er það ekki hlutverk stjórnskipunarlaga að setja okkur í eða úr samband við umheiminn, heldur eingöngu að setja leikreglur varðandi samskipti ríkisvaldsins við önnur lönd.

Aðskilnaður ríkis og kirkju

Ein helsta aðferð fyrri alda til að stjórna hugsunum og hegðun fólks var að kalla fram sögur um æðri verur sem gátu refsað og verðlaunað, skapað og tortímt, og gerðu misskýrar kröfur um að fólk lifði lífinu sínu á tiltekinn hátt. Í nútímanum þekkjum við flest hver muninn á staðreyndum og skáldskap, en þrátt fyrir það eru enn leifar í stjórnkerfum margra landa af gamalli stofnun sem hefur glatað sínum tilgangi.