Áhugaleysi fjölmiðla er ógn við lýðræðið

Nú líður óðum að kosningum til stjórnlagaþings – kosningu á þeim einstaklingum sem koma til með að rita nýja stjórnarskrá og þannig legga grunninn að framtíð þess samfélags sem við byggjum. Kynning á efni þessara kosninga og þeim hópi fólks sem almenningi býðst að velja sér fulltrúa úr er því síst minna mikilvæg en sú sem á sér stað fyrir Alþingiskosningar. Þrátt fyrir það virðist áhugi fjölmiðla á þessu máli vera takmarkaður og þeir flestir sinnt upplýsingaskyldu sinni um það í engu.

Svæðapólitík og málefnapólitík

Margir kyrja nú um kosti þess að hafa landið sem eitt kjördæmi, oftar en ekki því miður að illa athuguðu máli. Gera menn oftast ráð fyrir því að eini þátturinn sem skipti máli í því samhengi sé vægi einstakra atkvæða gagnvart heildinni, sem er nú oftast hér um bil sá sami, með einhverjum smámun sem er oftast veginn upp með því að tilfærð atkvæði úr stóru kjördæmunum hafa ögn meiri áhrif þegar þau flakka.

Alþjóðlegir fulltrúar Íslands – fulltrúar hverra?

Ég er einn þeirra sem er með gríðarlega blendnar tilfinningar gagnvart fjölþjóðlegum stofnunum. Annars vegar sé ég ýmsa kosti við þá og fulla ástæðu til að vera meðlimur, en hinsvegar er ég rosalega hræddur við þá fjarlægð sem skapast milli almennings og ákvarðannatöku. Sumir hafa í framboðsyfirlýsingum sínum talað með eða gegn Evrópusambandinu. Mér finnst vera argasta bull að gera það, enda er það ekki hlutverk stjórnskipunarlaga að setja okkur í eða úr samband við umheiminn, heldur eingöngu að setja leikreglur varðandi samskipti ríkisvaldsins við önnur lönd.

Aðskilnaður ríkis og kirkju

Ein helsta aðferð fyrri alda til að stjórna hugsunum og hegðun fólks var að kalla fram sögur um æðri verur sem gátu refsað og verðlaunað, skapað og tortímt, og gerðu misskýrar kröfur um að fólk lifði lífinu sínu á tiltekinn hátt. Í nútímanum þekkjum við flest hver muninn á staðreyndum og skáldskap, en þrátt fyrir það eru enn leifar í stjórnkerfum margra landa af gamalli stofnun sem hefur glatað sínum tilgangi.

Trúfrelsi er óþarfi

Þetta kann að hljóma undarlega, en gefið þessari pælingu séns. Ég áttaði mig á þessu þegar ég sá póst frá Daða Ingólfssyni á Facebook: Á að vera ákvæði um trúarbrögð í stjórnarskránni að frátöldu því að hverjum og einum sé frjálst að stunda þau trúarbrögð sem honum / henni hugnast? Það var eitthvað við orðalagið á þessu sem fékk mig til að hugsa aðeins út fyrir þann kassa sem við erum vön í þessum efnum.

Laumulega vegið að frelsinu

Ég kom heim í gær frá Budapest, þar sem ég var á ráðstefnunni Internet at Liberty 2010. (Hér er liveblog frá Jillian C. York af umræðum sem ég tók þátt í um verndun þjóðaröryggis í samhengi við tjáningarfrelsi á netinu; hér er upptaka af því). Þar kynntist ég svo mörgu góðu fólki að ég hef ekki enn getað áttað mig almennilega á því – ég þakka Google og Central European University fyrir að hafa haldið ráðstefnuna og boðið mér að vera með.

Markmið nýrrar stjórnarskrár

Þegar lagt er upp með að skrifa nýja stjórnarskrá verðum við að velta fyrir okkur hvað markmiðin eru. Margir hafa sagt núgildandi stjórnarskrá vera ágæta, sem ég er nokkuð ósammála, en þó er ég á því að ef breyta eigi stjórnarskránni þá verðum við að vita til hvers. Ísland hefur ekki haft margar stjórnarskrár, en sú sem nú gildir er sú eina sem við höfum haft á lýðveldistímanum þrátt fyrir ætlanir um að breyta henni frá upphafi.

Ný stjórnarskrá í Kenya

Ný stjórnarskrá hefur verið samþykkt í Kenya með 67% stuðningi landsmanna (mbl, Kenyan Broadcasting Corporation). Þetta er ágætis stjórnarskrá að ýmsu leyti, og ég hef óskað vinum mínum í Kenya til hamingju með hana, en þó eftir að hafa kynnt mér hana fyrir nokkrum vikum verð ég að viðurkenna að ég er pínu hræddur við eina þróun sem er í henni. Þannig er að þetta er fyrsta stjórnarskráin í heiminum sem gerir hugverkarétti sérstaklega hátt undir höfði.

“Corrupt” BAE named in Scottish Parliament motion welcoming Iceland’s response to banking scandal

I received this morning a press release from Dr. Bill Wilson, Member of the Scottish Parliament. For lack of any better place to repost it, I decided to share it here, as it is great news: Dr Bill Wilson MSP has congratulated the Icelandic Parliament for voting to bring in the “strongest media freedom laws in the world”. In a Scottish Parliamentary motion to that effect, he also suggested that such legislation might encourage whistle-blowing and therefore help prevent corruption “as has been practised by BAE Systems”, and he called on the UK Government to consider bringing in similar legislation here, to implement the Bribery Act 2010 without “watering it down” and to modify libel law.

The Language of UI

Every now and then people I know, mostly nontechnical folks, prod fun at the fact that I spend a lot of my time typing obscure sequences of letters into a black and white terminal. “Why,” they ask, “don’t you just use the mouse?” These people spend similar amounts of time clicking on various buttons, equally obscure if slightly more aesthetically pleasing, reveling in the fact that they can solve a lot of their problems by way of moving their mouse to and fro, clicking on graphical artifacts and enjoying the feedback.