Einhver gæti séð Internetið sem mestu stóriðju allra tíma. Alþjóðlegt samofið kerfi tækja sem sitja og reikna og gefa af sér hita, með fólk gjarnan púlandi fyrir framan sig, færandi punkta til á skjá eða rúllandi í gegnum einhverskonar talnarunu.
En Internetið er ekki stóriðja. Internetið er næringaræð fyrir smáiðju. Í stað þess að vera ein risavaxin verksmiðja með yfirboðurum sem segja öllum hvað skuli framleiða og hvernig, og hirða svo stærstan hluta gróðans, er Internetið staður þar sem hundruðir milljóna manna koma saman til að stunda viðskipti með sínar vörur, sem það framleiðir ýmist sjálft eða í slagtogi við aðra, hvort sem það er heima hjá sér, í sameiginlegri vinnustofu, eða í einhverri verksmiðju.
Stefán Ólafsson prófessor skrifar á Eyjublogginu sínu í dag frábæran pistil sem vísar í Posner, Reinhart og Rogoff, meðal annarra fræðimanna, til skýringar á því hvernig alheimskreppan kom til og ekki síst að sýna fram á tenginguna milli þess sem hefur verið kallað “frjálshyggja” og þeirrar tilhneygingar að allt fari til fjandans.
Frjálsir markaðir? Þó svo að greining Stefáns og þeirra sem hann vísar til sé rétt að ýmsu leyti, þá er í raun djúpstæðari vandi á ferðinni sem er sjaldnar talað um.
“Það blóm sem nefnt er rós hefði jafn ljúfan ilm þótt nafnið væri annað,” var eitt sinn ort, svo ég vogi ég mér að varpa því ótignarlega yfir á íslensku. Það er satt: það hvað við köllum hluti á lítið skilið við þá eiginleika sem hlutir bera með sér. Oft eru ástæðurnar fyrir nafninu löngu týndar.
Fyrir viku heyrði ég enn einu sinni lagt til að Píratar skipti um nafn. Konan sem sagði þetta sagðist ekki geta hugsað sér að kynna sér stefnu Pírata, því nafnið væri svo asnalegt.
Fyrir kosningar tala forystumenn stjórnmálaflokka ýmist um að lækka skatta, eða minnast ekki einu orði á skatta. Það fellur undir fyrirsögnina “pólitískt sjálfsmorð” að ræða um að hækka skatta eða halda þeim í stað.
En það er afskaplega einfalt að tala um að lækka skatta. Það er svo einfalt að jafnvel einfeldingar geta gert það. Það sem er erfiðara er að sýna hvernig, og ræða nákvæmlega um hvaða skatta eigi að lækka, fyrir hverja.
http://www.ruv.is/files/imagecache/frmynd-stok-460x272/myndir/thjodarpuls_net_1.jpg
RÚV flutti fréttir af því nýlega að tíunda hvert atkvæði dytti niður dautt miðað við nýjustu skoðanakönnun Gallup um fylgi stjórnmálaflokka. Voru rökin þau að stuðningur við Pírata, Samstöðu, Dögun og Hægri Græna væri ónæg til að ná inn manni, en samtals væri þetta 9.4% heildarinnar. Þetta er bæði rétt og rangt. Ég ætla að horfa fram hjá þeim afleita fréttaflutningi hjá RÚV að beinlínis gefa í skyn að stuðningur við ný framboð sé sóun á atkvæðum.
Once upon a time it was considered to be nobody’s business what the state did. Then democracy happened.
Eventually it was decided that it would be democratic for the public to be able to see the data that the state had. The first Freedom of Information Acts (FOIA) were created, allowing the public to request to see the data. This was the first generation.
However, this first attempt turned out to be a bit useless in many cases, because the public did not know the documents existed.
For the last few days I have been at 29c3, the 29th annual installation of the Chaos Communications Congress, a hacker conference in Germany where people talk about issues as far flung as cooking, mobile phones, cryptography, psychology, European Politics and romance poetry. It would be anybody’s first mistake to assume that these things have nothing in common, or to make assumptions about the culture that decides to amass in the thousands to discuss them.
Margir virðast vera haldnir þeim alvarlega misskilningi að heimurinn hafi ekki tekið enda áðan. Ég vil hér með leiðrétta þennan misskilning, svo við sem samfélag gerum ekki þau grafalvarlegu mistök að halda að við getum haldið áfram eins og ekkert hafi gerst.
Einhverra hluta vegna höfða dómsdagsspádómar til fólks. Annars ágætlega vel gefið fólk nær að sannfæra sig um að vegna einhverrar óskilgreindrar eða illskilgreinanlegrar ógnar, samanofið við einhverskonar lesningu einhverra sjálfskipaðra talsmanna einhverra snargalinna hugmyndakerfa, muni heimurinn farast að hluta eða í heild á einhverjum skuggalega nákvæmum tíma.
Ég er nýkominn frá Túnis, þar sem upplýsingaöryggisfólk víða að hittist til að ræða um ritskoðun og rafrænt eftirlit, þróa lausnir, og þjálfa fólk í notkun þeirra lausna sem eru til. Meðal gesta var stór hópur af Sýrlendingum sem höfðu smyglað sér út úr landinu og farið krókaleiðir til að komast á okkar fund.
Það er í sjálfu sér löng og ekkert sérstaklega skemmtileg saga hvernig þessi vika fór, en afleiðingarnar eru orðnar ljósar.
Einu sinni kom það almenningi andskotanum ekkert við hvað ríkið gerði. Svo kom lýðræði.
Að lokum var ákveðið að það væri lýðræðislegt að almenningur gæti séð gögnin sem ríkið átti til. Upplýsingalög voru búin til, og samkvæmt þeim mátti almenningur óska eftir að fá að sjá gögn. Þetta var fyrsta kynslóð upplýsingalaga.
Þetta var samt mæta gagnslaust, þar sem almenningur vissi ekki hvaða skjöl voru til. Hvernig getur maður beðið um eitthvað sem maður veit ekki hvað er?