Ég hef í nokkra daga verið að reyna að átta mig á því hvernig samfélag okkar yrði ef tillögur Sambands ungra sjálfstæðismanna yrðu að veruleika. Líkt og með allar hugmyndir um “röksemdaútópíur” virðast tillögurnar ganga út á að troða heiminum með öllum sínum flækjum inn í þann þrönga skilning sem meðlimir SUS hafa á honum, óháð því hverjar afleiðingarnar verða. Útópíska hugsjónin – sem fyrir mér hljómar agalega dystópísk – er sú að ríkið sé minnkað og umfang þess skert þangað til ekkert er eftir nema valdbeitingartól sem tryggir að ekki sé gengið á eignarréttinn.
9: Election Day, Arcadia 8: Right To Vote, Laura Nyro 7: Election, Don Dilego 6: Election Song, Johnny Hobo And The Freight Trains 5: Í Klefanum, Mótettukórinn (translation below) 4: Cast Your Vote, Culture 3: The Parliament of Fools, Skyclad 2: Electioneering, Radiohead 1: Unamerican, Cletus Got Shot (Linked two. Go find the rest – and read the lyrics! ;))
For the Icelandic song, a quick and inadequate translation:
Ég á að vera orðinn nógu reyndur netverji til að láta það ekki fara í taugarnar á mér að einhver hafi rangt fyrir sér á netinu. En þó hef ég staðið mig nokkrum sinnum að því undanfarna daga að þurfa að svara fáranlegum rökum um niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar síðustu helgi, og mig langar bara til að gera það einu sinni fyrir fullt og allt hér.
Það eru einhverjir sem vilja meina að 70% þjóðarinnar hafi ekki sagt já við tillögum stjórnlagaráðs.
Þegar upp komst um það sem er án nokkurs vafa eitt stærsta spillingarmál íslandssögunnar fyrir hálfum mánuði síðan leiddi ég nánást um leið hugann að tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá.
Í Orramálinu kom í ljós að bókhaldskerfi ríkisins kostaði margfallt það sem lagt var upp með, var skilað frá framleiðanda í mjög ófullkomnu ástandi, með mjög verulega öryggisgalla sem gera það að verkum að draga verður allan ríkisfjárhag síðasta áratugs í efa.
Bólivíubúar vita sennilega betur en flestir hvað stjórnarskrá er. Síðan landið varð sjálfstætt hefur það tekið upp nýja stjórnarskrá að meðaltali á ellefu ára fresti. Bólivískt samfélag er miklu flóknara en Íslenskt – þar eru margir ættbálkar, margar samfélagsgerðir, og verulegur munur er milli ríkra og fátækra, svo eitthvað sé nefnt. Íslendingar eru svo til einn ættbálkur, eitt samfélag, fyrir mestan part einsleitt samanborið við flest lönd.
Helsti munurinn á núgildandi bólivísku stjórnarskránni og núgildandi íslensku stjórnarskránni er þó það að bólivíska stjórnarskráin var samin af bólivísku fólki með bólivískar aðstæður í huga.
Open Government Partnership (OGP) er samvinnuverkefni fjölmargra ríkisstjórna um að bæta opna stjórnsýslu. Meðal aðildarríkja eru Moldóva, Tanzanía, Filippseyjar, Danmörk og Bandaríkin. Þetta er ört vaxandi hópur sem setur staðla um opin gögn, opin fjárhag, áreiðanleika, rekjanleika og fleira.
Það má segja að OGP hafi mismunandi tilgang eftir því hvaða land er verið að vinna með. Í sumum löndum, eins og Azerbaijan, er þátttaka landsins frá ríkisstjórnarinnar sjónarhóli ætlaður til að hvítþvo landið, en hefur í rauninni þau áhrif að gefa samtökum í landinu sterkari rödd sem heyrist langt út fyrir landamærin.
Ég á þann vafasama heiður að vera ríkisborgari í tveimur löndum þar sem hagkerfið hefur hrunið. Síðustu helgi var ég með fjölskyldunni minni á Írlandi, en keyrði svo yfir á vesturhlutann til að eiga fund með fólki úr írska píratapartýinu.
Það var sama hvort ég var í norðri eða suðri, austri eða vestri, það blasti það sama við allsstaðar: tómir húsgrunnar, fokheld hús, tóm hús, fullbyggð hús í óuppgerðum hverfum, og heilu fullbúnu hverfin af tómum húsum.
Undanfarna daga hef ég verið að berjast við báðar hliðar á sérkennilegu vandamáli. Grapevine flutti fréttir af því í vikunni að Vodafone og Síminn, sem auk þess að vera stærstu símafélögin og netveiturnar á Íslandi eru nær einráðir um rekstur fjarskiptainnviða, ætluðu að fara að stunda ritskoðun á klám- og fjárhættuspilasíðum, undir því yfirskini að það myndi bæta öryggi notanda. Hér var um töluverða oftúlkun að ræða hjá blaðamanni Grapevine, sem þó brást við þeim ónákvæmu upplýsingum um fyrirætlanir símafyrirtækjanna á nákvæmlega sama hátt og ég gerði sjálfur: með mikilli reiði.
Yfirleitt nenni ég ekki að tala beinlínis gegn tilteknum flokki, en nú finn ég mig knúinn til að breyta því. Mér finnst niðurstöður nýrrar könnunar frá Gallup stórfurðulegar og stórhættulegar.
Ef brennuvargar kveiktu í húsi þætti fólki væntanlega skrýtið að kenna slökkviliðinu um eldsvoðann. Það teldist væntanlega enn skrýtnara að brennuvargarnir væru kallaðir til og þeir beðnir um að slökkva eldinn.
Vissulega gæti einhver kvartað yfir því að slökkviliðið sé ekki að slökkva eldinn nógu hratt, og vissulega mætti hvetja þá til dáða eða reyna að hjálpa þeim.
Í fjölmiðlum í síðustu viku mátti greina sterkan stuðning blaðamanna við þá kröfu lögreglunnar að þeir fái heimild til að fá lista yfir alla þá einstaklinga sem voru að nota síma í Herjólfsdal á tilteknu tímabili. Fjölmiðlarnir gerðu enga tilraun til að vera gagnrýnir í umfjöllun sinni, og veltu til dæmis ekki fyrir sér að hugsanlega voru mörg hundruð manns að nota síma á tímanum sem um ræðir, og að einhverjir þeirra kunna að hafa verið að nota óskráð frelsiskort.